Uppsöfnun málma í hári og ástæður þess

Málmar og steinefni á borð við kopar, járn, kalsíum, magnesíum og klór eiga það til að safnast upp í hárinu en algengasta leiðin er gegnum vatn, þó svo að loftmengun geti einnig valdið því að hluta. Mismunandi er hversu móttækilegt hár er fyrir slíkri uppsöfnun en algengt er að fíngert hár sé viðkvæmara fyrir því en ella. Mött áferð hárs, gular og grænar slikjur í hári sem og hár sem flækist mjög bera þess merkis að vera með slíka uppsöfnun. Leifar af hárvörum geta einnig safnast fyrir í hári og valdið svipuðum vandamálum og geta jafnvel hindrað eðlilegan hárvöxt ef mikið safnas fyrir við hársvörð. Gott er því að djúphreinsa hárið með jöfnu millimili til að koma í veg fyrir slíkt. Hárið verður silkimjúkt eftir slíka meðferð, háralitur virðist bjartari og glansmeira.

Þessi vefsíða notar fótspor (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um notkun fótspora.