Tvær vinsælar hárvörur sem mörg kannast við, en hver er í raun munurinn á þeim?
Sykurspray – mjúk áferð og náttúrulegt útlit. Ef þú vilt form og stuðning en samt sveigjanleika og líf. Hárið verður ekki strítt viðkomu og hentar þess vegna fullkomlega fyrir mjúkar krullur, afslappaðar bylgjur eða fyrir náttúrulega lyftingu án þess að hárið veði klístrað.
Saltspray – líkir eftir áhrifum sjávarsalts á hárið og veitir „brimbretta“ innblásnu útliti. Hárið verður grófara viðkomu með mattri áferð, Frábært til að skerpa á krullum eða skapa náttúrulega liði. Varist að nota saltspray í mjög þurrt eða skemmt hár án þess að nota næringu á undan þar sem það virðist þurrara við notkun þess.
Hvenær á að nota hvað? Sykursprey er tilvalið þegar þú vilt sveigjanlegt, mjúkt hald og náttúrulegt flæði – sérstaklega í lengra hár. Það er eins og töframaður sem lætur hárið líta út fyrir að vera flott án áreynslu, en samt vel mótað. Saltsprey hentar hins vegar þegar þú vilt meiri karakter, áferð og smá „edge“ í hárið. Veldu það sem passar best við stílinn þinn og stemninguna hverju sinni.
